13.3.2007 | 17:10
Börnin mín eru frábær
Bjarni var á sínu öðru fimleikamóti um helgina og rosalega er ég stoltur af honum. Það er alveg frábært hvað drengurinn getur gert. Fyrra fimleikamótið hjá Bjarna var í Janúar og þá fékk hann Gull fyrir stökk. Ég er stoltur. Svo styttist í að Sara Margrét verði með í ballet sýningu í Borgarleikhúsinu. Sara var líka í sýningu í fyrra.
Svo er það leiðindarmál dagsins... Helv. Renault er byrjaður að míga olíu en ég hef bara ekki tíma til að athuga hvaðan hún kemur en eflaust kemur hún meðfram sjálfskiptingunni.
p.s. ég er með GESTABÓK þannig endilega skrifa í hana.
Athugasemdir
Ég held áfram að skrifa.....
Þú getur aldeilis verið stoltur af börnunum þínum. Eruð þið hjónin líka svona hæfileikarík í dansi og fimleikum?
Við komum til Íslands þann 28. mars og verðum til 12. apríl við viljum endilega kíkja á ykkur í heimsókn eða að ég mæti í saumaklúbb sem yrði meiriháttar. Hvaða dagur hentar ykkur?
kær kveðja, Christel og co
Christel (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 12:24
Sæl Christel og takk fyrir að vera sú eina sem skoðar þetta blogg hjá mér, allavega að commenta á það takk hehe. Eruð þið með heimasíðu eða blogg væri gaman að skoða. Ég skal láta Halldóru hafa samband við þig sem fyrst á msn-inu við notum msn-ið saman.
Jón Þór Bjarnason, 14.3.2007 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.