Aðalfundur Kvartmíluklúbbsins 16. Febrúar 2008

http://WWW.KVARTMILA.IS 

DAGSKRÁ AÐALFUNDAR 16. FEBRÚAR 2008

FUNDURINN VERÐUR HALDINN Í ÁLFAFELLI KL 15:00

 

1. SKÝRSLA STJÓRNAR

2. TILNEFNINGAR Í NÝJA STJÓRN

3. KOSNING STJÓRNAR

4. UPPBYGGING AKSTURSSVÆÐIS OG SAMVINNA VIÐ AÍH

5. ÖNNUR MÁL

 

REIKNINGAR FÉLAGSINS LIGGJA FRAMMI

FUNDARSTJÓRI VERÐUR GUNNAR SVAVARSSON 


4ra bíla árekstur

Ég varð fyrir því óláni að lenda í árekstri kl 15:40 við höfðabakkabrúna í gær. Ég var fremsti bíll. Umferðin gekk ágætlega yfir gatnamót en skyndilega hægði á henni. Bíllinn fyrir aftan mig rakst aðeins á mig þannig að ég losaði beltið og ætlaði að ganga út til að kíkja á tjónið þegar ég fann allt í einu tvö högg dynja á bílnum. Við þetta fékk ég óþægilegt högg á vinstri hliðina og er frekar stirður í hálsi, öxlum og herðum vinstra megin. En sem betur fer er þetta bara tognum. Ég hafði samt mestar áhyggjur af bakinu vegna þess að ég er nýbúinn að fara í brjósklos aðgerð. Allir bílarnir voru nýlegir fyrir utan minn sem er orðin tíu ára gamall. Hinir bílarnir náðu að krumpast alveg ágætlega en ótrúlegt að það sér ekki á bílnum mínum fyrir utan nokkrar rispur á stuðara.

Þetta er alltof erfitt

Úff ég veit ekki hversu oft ég hef sest við tölvuna og ætlað að hripa eitthvað skemmtilegt niður en guggnað og strokað allt út.
Þetta blessaða blogg reynist mér alltof erfitt. Ég gerði þó aftur tilraun í kvöld og náði allavega að setja inn nokkur lög í þennan tónlistarspilara og virkja hann. Kannski er ég svona lélegur penni vegna þess að ég er að eðlisfari fámáll. Eflaust ætti ég að skrifa um það sem mér finnst skemmtilegt en það reynist kannski soldið seint núna þar sem það er að koma vetur og kvartmílan er að verða búinn. Jæja það kemur allt í ljós. 


Hraðakstur

Þetta var alveg frábært að geta séð svona ökutæki í návígi og heyra hávaðann. Það er samt alveg ótrúlegt hvað fólk þarf alltaf að vera að kvarta og kveina ef það er einhversstaðar bíll að spóla og gefa í.

Ég vil benda lesendum sem hafa ekki hugmynd um út á hvað mótorsport gengur út á að koma uppá kvartmílubraut á föstudaginn kl 20:00 (á móts við álverið í straumsvík) og sjá með berum augum unga jafnt sem aldna murka lífið úr bílunum sínum. Kvartmíluklúbburinn hefur verið starfandi síðan 1975 og er búinn að vera með kvartmílubraut síðan 1978. Kvartmíluklúbburinn stendur fyrir því að ná hraðakstri af götum borga og bæja inn á lokuð afmörkuð svæði.

HTTP://WWW.KVARTMILA.IS


mbl.is Formúluökumaður sýnir listir sínar við Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíladella 2007

Jæja þá er bílasýning Kvartmíluklúbbsins byrjuð. Sýningin er frá 19. - 22 apríl og er í Chevrolet húsinu beint á móti húsgagnahöllinni. Þarna eru geðveikt flottir bílar og flest allir hafa ekki sést áður hér á landi. Margir af þessum bílum eru annað hvort nýkomnir til landsins eða flott spyrnutæki norðan heiða. Nú er um að gera að skella sér á bílasýningu með maka og börnum og dást að þessari fegurð sem er innan þessara veggja. Þarna verða fagrar stúlkur frá coke að gefa coke zero. Formúlu hermirinn er á staðnum og er virkilega gaman að prufa að taka einn rúnt á F1 bíl. Ég sé ykkur á sýningunni.93 KK 2005

BRONCO 1973

Nú var kallinn að kaupa sér ´73 módel af BRONCO pickup. Það á eftir að sprauta hann og aðeins snurfusa til. Ég býst við því að klára hann um páskana svo ég geti tekið þátt í torfærunni 17. maí í gufunesi. Þetta boddí passar fínt við Big Block vélina. Ég ætla að mála hann rally metallic bláan og silfurlitaðan. Ég set inn myndir af kagganum þegar hann verður tilbúinn. Ef þið eruð forvitinn getið þið alltaf skrifað í gestabókina og ég skal láta ykkur vita allt fyrst. Devil

Kvartmíluklúbburinn

Jæja þá er kappinn kominn í stjórn kvartmíluklúbbsins. Ég á víst að heita gjaldkeri og er ég bara nokkuð spenntur yfir þessu nýja djobbi. Þetta er 4 árið sem ég er í klúbbnum og hef ég alltaf reynt að aðstoða klúbbinn eftir bestu getu. Eins og flestir vita sem hafa unnið í félagasamtökum er alltaf erfitt að fá fólk í sjálfboðavinnu, það er ekkert öðruvísi í þessum bílaklúbb. Ég vona samt innilega að þeir sem vilja sjá breytta bílamenningu á íslandi sjái sér fært að leggja hönd á plóg og hjálpa okkur við að gera góðan klúbb stærri og betri því að það er ýmislegt að fara að gerast á næstu vikum og mánuðum sem á vonandi eftir að koma okkur öllum til góðs og þá sérstaklega ungafólkinu.

jæja

Jæja þá er ég búin að setja inn nokkrar myndir af börnunum mínum. Því miður þá er bara ein ljósmynd góð af henni Söru minni í Ballet en ég á eftir að klippa videoið áður en ég set það hér inn.

Renault eru alveg ágætis bílar og vonandi verður minn það líka einhvern tímann. Það sem er bilað í honum núna er stýrið. Það er hægt að færa stýrið svona upp og niður í flestum bílum og festa það í þægilegri stöðu, en ekki á mínum, það skröltir upp og niður þegar ég keyri. Annars er ég mjög sáttur við þetta grey, það þarf bara að klappa honum soldið en alls ekki fast.W00t


Borgarleikhúsið

Á morgun mun dóttir mín vera í ballet sýningu í Borgarleikhúsinu. Dóttir mín verður í gerfi lítillar mýslu en í fyrra var hún fiðrildi. Þetta er mjög stór og mikil sýning og er virkilega gaman að sjá alla nemendur Ballettskóla Brynju Scheving dansa og sýna listir sýnar. Ég kem með myndir á morgun.

Trans Am

Ég er að deyja mig langar svo rosalega í Trans Am. Ég er búinn að finna mjög gott eintak í Canada sem ég get fengið á ágætis pening. Þessir bílar eru alltaf að hækka í verði og ef maður skellir sér ekki á einn núna þá gæti það bara orðið of seint seinna meir. Bíllinn sem ég hef augastað á er Trans Am Turbo (gat verið)  árg. 1980  Þeir sem vilja styrkja mig er bent á að hafa samband við mig sem fyrst.80 Trans Am Turbo180 Trans Am Turbo

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband