4ra bíla árekstur

Ég varð fyrir því óláni að lenda í árekstri kl 15:40 við höfðabakkabrúna í gær. Ég var fremsti bíll. Umferðin gekk ágætlega yfir gatnamót en skyndilega hægði á henni. Bíllinn fyrir aftan mig rakst aðeins á mig þannig að ég losaði beltið og ætlaði að ganga út til að kíkja á tjónið þegar ég fann allt í einu tvö högg dynja á bílnum. Við þetta fékk ég óþægilegt högg á vinstri hliðina og er frekar stirður í hálsi, öxlum og herðum vinstra megin. En sem betur fer er þetta bara tognum. Ég hafði samt mestar áhyggjur af bakinu vegna þess að ég er nýbúinn að fara í brjósklos aðgerð. Allir bílarnir voru nýlegir fyrir utan minn sem er orðin tíu ára gamall. Hinir bílarnir náðu að krumpast alveg ágætlega en ótrúlegt að það sér ekki á bílnum mínum fyrir utan nokkrar rispur á stuðara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband