Jæja

Djö hefur kallinn verið latur við að skrifa síðustu daga. Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni og ég er búinn að vera 2 vikur á kvöldvakt en er yfirleitt ekki búinn fyrr en milli 3 og 4 á nóttunni. Ég er að lappa uppá gamla bílinn en hann þurfti víst að fá nýja diska og klossa að framan, nýjar fóðringar, nýtt púst og ný dekk því ekki fannst fyrir mynstri á dekkjunum þegar maður strauk yfir þau. Það er skemmtilegra fyrir alla að hafa þessa hluti í lagi svo að Police láti mann í friði. Ég sé ekki eftir aurunum sem fara í COLTinn enda virkilega þægilegur bíll þó svo að hann sé að verða 16 ára. Annars fórum við fjölskyldan norður um helgina sem er ekki frásögufærandi nema fyrir það að það var óveður á sunnudaginn. Skemmann hjá tengdó fauk næstum í burtu en rétt slapp, þakplötur voru byrjaðar að hreyfast og rúða brotnaði, einnig löskuðust stóru dyrnar eitthvað. Við fórum norður á SKODA asskoti er ég alltaf ánægður með þennan bíl enda ekki annað hægt hann er TURBÓ Devil Loksins fann ég hvernig spólvörnin virkar og asskoti er kallinn ánægður, þetta er tær snilld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband