Þvottavél og þurrkari

Jæja þá gaf þvottavélin upp öndina og ákváðum við að endurnýja allt saman. Jæja þetta dugði allavega í 9 ár. Við hjónin keyptum okkur alveg yndislegar vélar sem heyrist bara ekkert í og þarf maður að athuga hvort vélin sé ekki örugglega í gangi. Við keyptum okkur MIELE sem á að vera það besta á markaðnum í dag og er endinginn sögð vera allavega 20 ár en ábyrgðin er auðvitað mun skemmri. Börnin eru alveg yndisleg, Bjarni Þór fer beint inn í herbergi að læra eftir skóla og Sara Margrét er að byrja að læra að skrifa. Bjarni Þór er á öðru ári í fimleikum og finnst voða gaman og sömu sögu má segja um Söru Margréti en hún er í ballet. Endilega skrifið í gestabókina ef þið kíkið á þessa síðu hjá mér og ég skal vera duglegri við að finna einhverja vitleysu til að segja ykkur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýju tækin, það þykir nú gott í dag ef tækin eiga að endast í 20 ár, vona að svo verði hjá ykkur. Frábært að það heyrist svona lítið í nýju tækjunum, við erum einmitt að leita okkur að uppþvottavél og svona hljóðlausri.
Gaman að lesa fréttir af ykkur fjölskyldunni.

Kær kveðja úr Danmörkinni

Christel (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband