17.10.2006 | 15:05
Sandspyrnan
Jæja þá er sandspyrnan og árshátíðin hjá kvartmíluklúbbnum afstaðin. Það var hrikalega gaman á sandspyrnunni, þetta gett frekar brösulega hjá okkur til að byrja með enda búnaðurinn bygður fyrir malbik. Ég byrjaði á því ásamt Stjána að skoða öll keppnis tæki og fara yfir öryggisbúnað. Af því loknu fór ég í eldvarnargallann og gerðist slökkviliðsmaður og sjúkraliði. Þetta var frekar langur dagur hjá okkur við vorum mættir þarna um kl 9 og vorum búnir að ganga frá rúmlega kl7 en þá átti maður eftir að keyra í bæinn, fara í sturtu og betri gallann og drífa sig í Hafnarfjörðinn á árshátíð. Maturinn var fínn á árshátíðinni en það gilti hins vegar ekki með söngvarann sem seldi sig út sem DJ en var svo bara með hljómborð. Þessi ágæti maður átti að spila 80´s Disco en hann spilaði gömlu dansana og sér valið með Geirmundi Valtíssini. En þetta var allt saman bara hin ágætasta skemmtun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.