COLTinn farinn

ÆÆ COLTinn minn er farinn eftir 11 ára þjónustu við mig og mína. Hann seldist á 3.5 klst. Ég var ekkert búinn að auglýsa hann heldur hafði ég sett miða í gluggann á honum sem á stóð til sölu og símanúmerið mitt. Það voru feðgar að skoða bílinn og fannst mikið til hans koma og spurðu mig hvenar hann hefði verið sprautaður. Þegar ég sagði þeim að þessi 16 ára gamli bíll hefði aldrei verið sprautaður heldur fengi gott og reglulegt viðhald og það væri farið með bílinn sem gullmola lífguðust þeir við og iðuðu allir. Ég bauð þeim uppá reynsluakstur og viti menn þegar þeir komu til baka sögðu þeir samtaka "hann er seldur".

Ég hef það orð á mér í fjölskyldunni að ef það þarf að selja eitthvað þá er sagt talaðu við Nonna, hann getur selt allt. Ég held að það sé alveg satt ég get selt allt og er yfirleitt mjög fljótur að því. Sá bíll sem hefur verið lengst í sölu hjá mér var á bílasölu í 6 daga. 

Djö er gott að vera byrjaður að skrifa aftur.IMG_2185


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var búinn að týna tenglinum inn á síðuna ykkar og er ekkert búinn að fylgjast með ykkur lengi en sá svo slóðina inn á síðuna ykkar á msn-inu, mikið er ég ánægð.

 Getur ekki verið að ég hafi farið inn í þennan bíl nokkrum sinnum eða er ég að rugla? Mig minnir að ég hafi setið í þessum bíl á leiðinni í saumaklúbb nokkrum sinnum!!

 Eruð þið heima um páskana? erum á leiðinni í frí og komum í endan mars og förum aftur í kringum 10 apríl, ef þið verðið heima þá viljum við endilega kíkja á ykkur. Halldóra hvernig væri að halda saumaklúbb??

kveðja úr danaveldi, Christel og co

Christel (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband