Færsluflokkur: Bloggar

#$%&)"#&/(=!$"#

Afhverju þurfti akkurat að snjóa núna. Þetta ástand er skelfilegt, snjór og hálka síðustu daga hafa gert mér lífið leitt. Ekki það að mér sé eitthvað ílla við snjóinn heldur það að bíllinn minn er á sumardekkjum og snjór og sumardekk fara ekkert alltof vel saman eða hvað? Svo kann ég heldur ekki við að fara með bílinn í skoðun svona dekkjaðan fyrr en maður hættir að sjá hvítt úti. 

Börnin mín eru frábær

Bjarni var á sínu öðru fimleikamóti um helgina og rosalega er ég stoltur af honum. Það er alveg frábært hvað drengurinn getur gert. Fyrra fimleikamótið hjá Bjarna var í Janúar og þá fékk hann Gull fyrir stökk. Ég er stoltur. Svo styttist í að Sara Margrét verði með í ballet sýningu í Borgarleikhúsinu. Sara var líka í sýningu í fyrra.

Svo er það leiðindarmál dagsins... Helv. Renault er byrjaður að míga olíu en ég hef bara ekki tíma til að athuga hvaðan hún kemur en eflaust kemur hún meðfram sjálfskiptingunni.

 

p.s. ég er með GESTABÓK þannig endilega skrifa í hana. 


COLTinn farinn

ÆÆ COLTinn minn er farinn eftir 11 ára þjónustu við mig og mína. Hann seldist á 3.5 klst. Ég var ekkert búinn að auglýsa hann heldur hafði ég sett miða í gluggann á honum sem á stóð til sölu og símanúmerið mitt. Það voru feðgar að skoða bílinn og fannst mikið til hans koma og spurðu mig hvenar hann hefði verið sprautaður. Þegar ég sagði þeim að þessi 16 ára gamli bíll hefði aldrei verið sprautaður heldur fengi gott og reglulegt viðhald og það væri farið með bílinn sem gullmola lífguðust þeir við og iðuðu allir. Ég bauð þeim uppá reynsluakstur og viti menn þegar þeir komu til baka sögðu þeir samtaka "hann er seldur".

Ég hef það orð á mér í fjölskyldunni að ef það þarf að selja eitthvað þá er sagt talaðu við Nonna, hann getur selt allt. Ég held að það sé alveg satt ég get selt allt og er yfirleitt mjög fljótur að því. Sá bíll sem hefur verið lengst í sölu hjá mér var á bílasölu í 6 daga. 

Djö er gott að vera byrjaður að skrifa aftur.IMG_2185


Loksins

Jæja loksins mundi ég leyninúmerið að blogginu.

Ég er búinn að festa kaup á gamalli drossíu af honum Gumma mág. Þetta er samskonar bíll og þeir eru að nota í formúlu 1 kappakstrinum, kannski ekki alveg samskonar en mjög líkur, eeeh kannski ekki beint líkur en hann heitir allavega sama RENAULT. Ég veit ekki alveg hvað ég var að spá því núna er ég kominn með 3 bíla á heimilið. 1 sem þarf ekkert viðhald og 2 sem þurfa mikið viðhald. Ég held stundum að ég sé ríkari en ég er í raun og veru. Ekki það að ég sé neitt fátækur, ég á skít nóg af peningum, ég bara veit ekkert hvar þeir eru. 

Annars ef einhverjum vantar gamlan góðan bíl fyrir lítið þá má hann alveg hafa samband.Renault megane 2


Fyrsta Jólaballið

Jæja þá er fyrsta jólaballið afstaðið en það var haldið í PRENTMET. Ég og krakkarnir skemmtum okkur alveg konunglega og dönsuðum kringum jólatréð allann tímann meðan konan var á tónleikum í Grafarvogskirkju. Mætingin var alveg stórgóð. Jólasveinarnir voru ekta en ekki einhverjir að leika jólasveina sagði Sara Margrét en hún var nú samt dálítið smeik enda voru þeir pínu ruglaðir og kunnu bara að telja 1.2.3.og 5.

Búið að uppfæra Tölvuna

Jæja þá er Gummi mágur búinn að uppfæra tölvuna hjá mér. Þetta er orðið hið fínasta tæki og allir böggar farnir. Það eina sem mér finnst svo skrítið er hvað diskaplássið er orðið stórt í tölvunni því það var ekki nærri svona mikið. Ég læt fylgja mynd af diskaplássinu hjá mér. Annars bið ég bara að heilsa í bili og Halldóra biður að Heilsa Christel og Gunna í danaveldi.terabyte

Jæja

Djö hefur kallinn verið latur við að skrifa síðustu daga. Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni og ég er búinn að vera 2 vikur á kvöldvakt en er yfirleitt ekki búinn fyrr en milli 3 og 4 á nóttunni. Ég er að lappa uppá gamla bílinn en hann þurfti víst að fá nýja diska og klossa að framan, nýjar fóðringar, nýtt púst og ný dekk því ekki fannst fyrir mynstri á dekkjunum þegar maður strauk yfir þau. Það er skemmtilegra fyrir alla að hafa þessa hluti í lagi svo að Police láti mann í friði. Ég sé ekki eftir aurunum sem fara í COLTinn enda virkilega þægilegur bíll þó svo að hann sé að verða 16 ára. Annars fórum við fjölskyldan norður um helgina sem er ekki frásögufærandi nema fyrir það að það var óveður á sunnudaginn. Skemmann hjá tengdó fauk næstum í burtu en rétt slapp, þakplötur voru byrjaðar að hreyfast og rúða brotnaði, einnig löskuðust stóru dyrnar eitthvað. Við fórum norður á SKODA asskoti er ég alltaf ánægður með þennan bíl enda ekki annað hægt hann er TURBÓ Devil Loksins fann ég hvernig spólvörnin virkar og asskoti er kallinn ánægður, þetta er tær snilld.

Þvottavél og þurrkari

Jæja þá gaf þvottavélin upp öndina og ákváðum við að endurnýja allt saman. Jæja þetta dugði allavega í 9 ár. Við hjónin keyptum okkur alveg yndislegar vélar sem heyrist bara ekkert í og þarf maður að athuga hvort vélin sé ekki örugglega í gangi. Við keyptum okkur MIELE sem á að vera það besta á markaðnum í dag og er endinginn sögð vera allavega 20 ár en ábyrgðin er auðvitað mun skemmri. Börnin eru alveg yndisleg, Bjarni Þór fer beint inn í herbergi að læra eftir skóla og Sara Margrét er að byrja að læra að skrifa. Bjarni Þór er á öðru ári í fimleikum og finnst voða gaman og sömu sögu má segja um Söru Margréti en hún er í ballet. Endilega skrifið í gestabókina ef þið kíkið á þessa síðu hjá mér og ég skal vera duglegri við að finna einhverja vitleysu til að segja ykkur.

Sandspyrnan

Jæja þá er sandspyrnan og árshátíðin hjá kvartmíluklúbbnum afstaðin. Það var hrikalega gaman á sandspyrnunni, þetta gett frekar brösulega hjá okkur til að byrja með enda búnaðurinn bygður fyrir malbik. Ég byrjaði á því ásamt Stjána að skoða öll keppnis tæki og fara yfir öryggisbúnað. Af því loknu fór ég í eldvarnargallann og gerðist slökkviliðsmaður og sjúkraliði. Þetta var frekar langur dagur hjá okkur við vorum mættir þarna um kl 9 og vorum búnir að ganga frá rúmlega kl7 en þá átti maður eftir að keyra í bæinn, fara í sturtu og betri gallann og drífa sig í Hafnarfjörðinn á árshátíð. Maturinn var fínn á árshátíðinni en það gilti hins vegar ekki með söngvarann sem seldi sig út sem DJ en var svo bara með hljómborð. Þessi ágæti maður átti að spila 80´s Disco en hann spilaði gömlu dansana og sér valið með Geirmundi Valtíssini. En þetta var allt saman bara hin ágætasta skemmtun.Nonni

Sandspyrna

Jæja nú er maður að gera sig kláran fyrir morgundaginn. Ég þarf að vera mættur á svæðið ekki seinna en kl 7:30 Það verður hörkufjör þarna og mikil barátta milli manna enda eru 44 skráðir keppendur komnir. Síðan um kvöldið er árshátíð hjá kvartmíluklúbbnum og þar eru komnir rúmlega 100 manns sem er asskoti gott.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband