Færsluflokkur: Bloggar
20.3.2007 | 11:18
#$%&)"#&/(=!$"#
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 17:10
Börnin mín eru frábær
Bjarni var á sínu öðru fimleikamóti um helgina og rosalega er ég stoltur af honum. Það er alveg frábært hvað drengurinn getur gert. Fyrra fimleikamótið hjá Bjarna var í Janúar og þá fékk hann Gull fyrir stökk. Ég er stoltur. Svo styttist í að Sara Margrét verði með í ballet sýningu í Borgarleikhúsinu. Sara var líka í sýningu í fyrra.
Svo er það leiðindarmál dagsins... Helv. Renault er byrjaður að míga olíu en ég hef bara ekki tíma til að athuga hvaðan hún kemur en eflaust kemur hún meðfram sjálfskiptingunni.
p.s. ég er með GESTABÓK þannig endilega skrifa í hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2007 | 10:06
COLTinn farinn
ÆÆ COLTinn minn er farinn eftir 11 ára þjónustu við mig og mína. Hann seldist á 3.5 klst. Ég var ekkert búinn að auglýsa hann heldur hafði ég sett miða í gluggann á honum sem á stóð til sölu og símanúmerið mitt. Það voru feðgar að skoða bílinn og fannst mikið til hans koma og spurðu mig hvenar hann hefði verið sprautaður. Þegar ég sagði þeim að þessi 16 ára gamli bíll hefði aldrei verið sprautaður heldur fengi gott og reglulegt viðhald og það væri farið með bílinn sem gullmola lífguðust þeir við og iðuðu allir. Ég bauð þeim uppá reynsluakstur og viti menn þegar þeir komu til baka sögðu þeir samtaka "hann er seldur".
Ég hef það orð á mér í fjölskyldunni að ef það þarf að selja eitthvað þá er sagt talaðu við Nonna, hann getur selt allt. Ég held að það sé alveg satt ég get selt allt og er yfirleitt mjög fljótur að því. Sá bíll sem hefur verið lengst í sölu hjá mér var á bílasölu í 6 daga.
Djö er gott að vera byrjaður að skrifa aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2007 | 15:18
Loksins
Jæja loksins mundi ég leyninúmerið að blogginu.
Ég er búinn að festa kaup á gamalli drossíu af honum Gumma mág. Þetta er samskonar bíll og þeir eru að nota í formúlu 1 kappakstrinum, kannski ekki alveg samskonar en mjög líkur, eeeh kannski ekki beint líkur en hann heitir allavega sama RENAULT. Ég veit ekki alveg hvað ég var að spá því núna er ég kominn með 3 bíla á heimilið. 1 sem þarf ekkert viðhald og 2 sem þurfa mikið viðhald. Ég held stundum að ég sé ríkari en ég er í raun og veru. Ekki það að ég sé neitt fátækur, ég á skít nóg af peningum, ég bara veit ekkert hvar þeir eru.
Annars ef einhverjum vantar gamlan góðan bíl fyrir lítið þá má hann alveg hafa samband.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2006 | 18:09
Fyrsta Jólaballið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2006 | 20:01
Búið að uppfæra Tölvuna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2006 | 12:25
Jæja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2006 | 22:50
Þvottavél og þurrkari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2006 | 15:05
Sandspyrnan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2006 | 18:53
Sandspyrna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)